Samæfing í Færeyjum - ráðstefna Vestnorræna ráðsins

  • Samaef_Faer_jun2008_Tyr_slokkvist

Mánudagur 9.júní 2008

Landhelgisgæslan tók þátt í samæfingu með færeysku landhelgisgæslunni, danska sjóhernum, björgunarfélugunum í Færeyjum og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sl. helgi.

Æfingin var í tengslum við ráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem haldin var í Færeyjum, að þessu sinni, þar sem þemað var björgunar og öryggismál á Norður-Atlantshafi.

Markmið æfingarinnar var að samhæfa þessa viðbragðsaðila og æfa við ýmiskonar vá á svæðinum. Einnig að kynna fyrir þingmönnum ríkjanna vinnubrögð og getu þessara viðbragðsaðila til að leysa mál sem upp kunna að koma.

Æfingin tókst vel og mikil samstaða og vinskapur tóks á með þeim sem að henni komu.

Meðfylgjandi myndir tók Jón Kr. Friðgeirsson á æfingunni

Samaef_Faer_jun2008_Tyr_slysst
Varðskipið Týr kemur á "slysstað" en Sæbjörg, skip Slysavarnafélags
Íslands, hafði það hlutverk á æfingunni

Samaef_Faer_jun2008_Tyr_slokkvist
Varðskipsmaður á Tý sprautar á skipið til að yfirborðskæla "brunastaðinn"

Samaef_Faer_jun2008_lettbatur
Léttbátur frá Vs. Tý á leið á "slysstað"

Samaef_Faer_jun2008_toka
Svartaþoka var á svæðinu og því ekki hægt að notast við þyrlu danska
varðskipsins Hvitabjornen. Hér má sjá "slysstaðinn" Mv Fantasy (Sæbjörg),
færeyska varðskipið Tjaldrið og íslenska og færeyska björgunarbáta.

Samaef_Faer_jun2008_fartegaflutn
Íslenskir björgunarbátar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu flytja
farþega af "slysstað"

09.06.2008 SRS