Þyrlur Landhelgisgæslunnar leita að týndum manni á Esju

Föstudagur 25. júlí 2008

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA hafa í gær og í dag tekið þátt í leit að týndum manni á Esju. Leitað var úr lofti með báðum vélunum í gær og í dag voru leitarmenn og -hundar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fluttir uppá Esjubrúnir til leitar.

Áhöfn TF-GNA fann svo manninn látinn laust fyrir hádegið.

25.07.2008 SRS