Tíðar kvöld- og næturæfingar hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar

  • TF_LIF_naetursjonauki

Þriðjudagur 26.ágúst 2008

Nú þegar skyggja tekur eru kvöld- og næturæfingar áhafna þyrla Landhelgisgæslunnar hafnar. Um er að ræða æfingar í næturflugi með og án nætursjónauka.  Þessar æfingar eru hluti af reglubundinni þjálfun hjá flugdeildinni og eru mjög mikilvægur hluti hennar, sem undirbúningur fyrir veturinn og skammdegið sem nú fer í hönd.

Á meðfylgjandi mynd má sjá TF-LIF, í myrkri í gegnum nætursjónauka Landhelgisgæslunnar.

TF_LIF_naetursjonauki
Mynd: Flugdeild LHG

26.08.2008 SRS