Varðskipið Ægir tekur upp hlustunardufl sem mæla jarðskjálfta og hljóð hvala.

  • Hlustunardufl_upp_agust_2008_1

Mánudagur 1.september 2008

Nú síðla sumars fór varðskipið Ægir í það verkefni að taka upp hlustunardufl sem lagt hafði verið út af varðskipinu í maí 2007, sjá frétt á:
http://lhg.is/starfsemi/stjornsyslusvid/frettir/nr/1002. Duflin voru lögð út til að hlusta eftir jarðskjálftum og auk þess hljóðum hvala á svæðinu.

Með í för voru bandaríski líffræðingurinn Matthew John Fowler og Edda Elísabet Magnúsdóttir líffræðingur.  Að verkefninu standa Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og bandarísku haffræði- og veðurstofnunarinnar, NOAA.  Hafrannsóknarstofnun er einnig aðili að verkefninu.  Vel gekk að taka duflin upp en þau voru á 1500 – 3000 metra dýpi.

 Hlustunardufl_upp_agust_2008_1
Flotið híft um borð
Hlustunardufl_upp_agust_2008_3
Flotið komið upp eftir rúma ársdvöl í djúpinu
Hlustunardufl_upp_agust_2008_4_hvalir
Grindhvalavaða
Hlustunardufl_upp_agust_2008_2
Matthew Fowler kallar duflið upp á yfirborð.
Snorre Greil 2. stýrimaður fylgist með

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á varðskipinu Ægi.

01.09.2008 HBS