Tekur við starfi upplýsingafulltrúa LHG

Föstudagur 5. september 2008

Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir hefur tekið við starfi upplýsingafulltrúa hjá Landhelgisgæslu Íslands af Sigríði Rögnu Sverrisdóttur sem mun alfarið snúa sér að störfum sínum í sjómælingum hjá Landhelgisgæslunni.

Hrafnhildur Brynja mun annast fjölmiðlatengsl Landhelgisgæslunnar, vefstjórn, útgáfu- og kynningarmál auk þess sem hún verður tengiliður vegna heimsókna og kynninga á starfseminni.

Hrafnhildur er með MA gráðu í blaða- og fréttamennsku og síðast starfaði hún tímabundið sem upplýsingafulltrúi Flugstoða.

Netfang Hrafnhildar er hrafnhildur@lhg.is


hrafnhildurstef_LHG