Starfsfólk kemur saman í flugskýli Gæslunnar

Föstudagur 10. október 2008

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar kom í dag saman í flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Tilgangur fundarins var að sýna sig og sjá aðra og sýna samstöðu sem nú er nauðsynlegt.

„Til að starfsfólk Landhelgisgæslunnar geti rækt störf sín, oft við hinar verstu aðstæður er nauðsynlegt að eiga bakhjarl í hvort öðru og þann bakhjarl öðlumst við með samstöðu og ekki hvað síst tillitssemi í hvors annars garð, við verðum að styrkja og styðja hvert annað eins vel og okkur framast er fært“ –sagði Georg Kr. Lárusson í ávarpi sínu.

Fundurinn var mjög vel sóttur og greinilegt að starfsfólki fannst gott að hittast og ræða atburði liðinna vikna. Á boðstólum voru flatkökur með hangikjöti sem voru vel smurðar á skrifstofu Gæslunnar fyrr um daginn.

10.10.2008/HBS

Myndirnar tók Hrafnhildur, upplýsingafulltrúi

Starfsf_fundur
Starfsfólk hlýðir á ávarp Georgs Kr. Lárussonar forstjóra


Starfsf_Halld_Pall_Thorben
Halldór Nellett, Páll Geirdal og Thorben Lund

starfsf_stelpur
Ragnheiður, Dagmar, Ragnhildur, Rannveig, Steinvör og Jónína

Starfsf_spjall
Auðunn, Magnús Örn, Georg og Friðrik

Flatkokur_okt2008
Flatkökur smurðar