Týr kominn með Rasmus Effersöe til hafnar.

  • TYR_Effersoe_tilhafnar

Sunnudagur 12. október 2008

Varðskipið Týr kom í dag til hafnar í Reykjavík með færeyska togarann Rasmus Effersöe. Varð togarinn vélarvana síðastliðið mánudagskvöld, um 10 sjómílur undan Austur Grænlandi og 550 sjómílur norður af Akureyri.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gerði varðskipi samstundis viðvart og var lagt úr Reykjavíkurhöfn klukkustund síðar. Var varðskipið komið með Rasmus Effersöe í tog á fimmtudagsmorgun.

Um borð í togaranum voru átta manns, sex í áhöfn og tveir vísindamenn. Rasmus Effersöe er 479 brúttólestir að stærð og 42,5 metra langur. Var togarinn á Grænlandshafi til aðstoðar rússneska rannsóknaskipinu GEO ARCTIC. Beið rússneska skipið hjá togaranum eftir komu varðskipsins Týs.

12.10.2008/HBS

Myndir tóku Jón Kr. Friðgeirsson og Jón Páll Ásgeirsson starfsmenn Landhelgisgæslunnar.

TYR_Rasmus_til_hafnar