Smíði flugvélar LHG á áætlun
Föstudagur 17. föstudagur 2008
Smíði Dash-8 flugvélar Landhelgisgæslunnar gengur vel og er hún á áætlun. Þessa dagana er unnið að uppsetningu eftirlits- og björgunarbúnaðar flugvélarinnar hjá Field Aviation í Toronto. Stór hluti búnaðarins er þegar kominn í hús hjá Field Aviation og verður hann settur um borð á næstu vikum.
Að breyta flugvélinni úr hefðbundinni farþegaflugvél í eftirlitsflugvél tekur um eitt ár og er áætlað að flugvélin verði afhent Landhelgisgæslunni í júlí 2009. Sænska strandgæslan, hefur fengið allar sínar vélar afhentar, en þær eru þrjár, sömu gerðar og flugvél Landhelgisgæslunnar. Reynslan af notkun þeirra í sumar er framar vonum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á dögunum og sýna flugvél Landhelgisgæslunnar fyrir utan skýli Field Aviation
17.10.2008/HBS