Varðskip í viðbragðsstöðu vegna óveðurs

Fimmtudagur 23. október 2008

Varðskip Landhelgisgæslunnar Týr lagði úr höfn síðdegis og er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem geisar um vestanvert landið. Varðskipið Ægir er einnig í viðbragðsstöðu og haft var samband við skipherra danska varðskipsins Triton sem er staðsett í Reykjavík, er áhöfn skipins viðbúin að bregðast við ef þörf verður á.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur í samráði við Veðurstofuna lýst yfir viðbúnaði á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu.

23.10.2008 kl. 17:30/HBS