Gunnar Bergsteinsson, fyrrv. forstjóri LHG látinn

  • Gunnar_Bergsteinsson...

Laugardagur 25. Október 2008

Gunnar Kristinn Bergsteinsson fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar og forstöðumaður Sjómælinga Íslands, lést síðastliðinn fimmtudag 85 ára að aldri.

Gunnar var fæddur í Reykjavík 29. Ágúst 1923. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1942. Hann stundaði nám við norska sjóliðsforingjaskólann í Osló 1945-1950. Hann starfaði þá meðal annars á ýmsum norskum varðskipum. Eftir heimkomuna frá Noregi var Gunnar ráðinn til starfa hjá Skipaútgerð ríkisins sem stýrimaður á varðskipum.

Þegar Landhelgisgæslan var gerð að sjálfstæðri stofnun árið 1952 varð Gunnar fulltrúi hjá stofnuninni og sjómælingamaður hjá Íslenzku sjómælingunum fram til 1969. Árið 1970 var Gunnar ráðinn forstöðumaður Sjómælinga og árið 1981 var hann jafnframt skipaður forstjóri Landhelgisgæslunnar.

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar sendir fjölskyldu Gunnars innilegar samúðarkveðjur.

25.10.2008/HBS

61_Starfsmenn_sjomalinga_1966
Gunnar Bergsteinsson við störf hjá Íslenzku sjómælingunum árið 1966