Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins heimsækir LHG
Miðvikudagur 29. október 2008
Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins heimsótti í gær Landhelgisgæsluna en koma þeirra var hluti af dagskrá sem hafði það að markmiði að kynnast öllu því sem lýtur að fiskveiðum hér á landi.
Hafði nefndin sérstakan áhuga á eftirliti með ólöglegum veiðum og fengu þau kynningu sem útskýrir sérstaklega hlutverk LHG á þeim vettvangi, einnig starfsemi stjórnstöðvar LHG og Samhæfingarstöðvarinnar í Skógarhlíð.
Myndina tók Hrafnhildur Brynja, upplýsingafulltrúi.
30.10.08/HBS
Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður stjórnstöðvar LHG kynnir starfsemi Samhæfingarmiðstöðvarinnar.