Varðskip á sjó

Mánudagur 10. nóvember 2008

Í morgun hélt Varðskip LHG úr höfn til gæslustarfa. Fer varðskipið í hefðbundinn túr og kemur til hafnar í lok nóvember.

Skipverjar varðskipanna og starfsmenn flugdeildar LHG hafa síðustu vikur tekið þátt í ýmsum námskeiðum sem tengjast vettvangi LHG. Allt eru þetta námskeið sem haldin eru af starfsmönnum eða samstarfsaðilum. Má þar nefna námskeið um meðferð sakamála, þreknámskeið, viðbrögð á sviði almannavarna, um mengunarvarnir í samstarfi við Umhverfisstofnun, þreknámskeið o.fl. Einnig hafa verið verklegar æfingar sem tengjast efni námskeiðanna, svo sem viðbrögð við mengun til sjávar, uppgöngu æfingar í skip, þjálfun í meðferð skotvopna og valdbeitingu.

Þessi námskeið hafa gengið mjög vel og verið mikil hvatning fyrir alla aðila.

10.11.2008/HBS

Myndir: Jón Páll Ásgeirsson og Guðmundur St. Valdimarsson starfsmenn LHG

Skipherra

Skipherra leggur glaður úr höfn.

Varðskip_siglir_fra_Reykjavík

Varðskipið siglir út frá Reykjavík