LHG sigrar danska varðskipsmenn í fótboltaleik
Miðvikudagur 12. nóvember 2008
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar unnu kollega sína á danska varðskipinu Triton; 11-6 í vináttulandsleik í fótbolta sem fór fram á Þróttarvellinum í Laugardal í dag. Góður andi var á vellinum og starfsmenn LHG mjög sátt við frammistöðuna.
Eru landsleikir LHG og danskra varðskipsmanna reglulegur viðburður en síðasti leikur var fyrr í haust við áhöfn danska varðskipsins Vædderen.
Danska varðskipið Triton er við bryggju í Reykjavík þessa dagana. Áhöfn skipsins er við björgunar- og köfunaræfingar ásamt starfsmönnum LHG meðan á dvöl þeirra stendur.
12.11.2008/HBS
Myndin uppi í hægra horni sýnir íslensku varðskipin Tý og Ægi við bryggju ásamt Triton.
Myndirnar tók Hrafnhildur Brynja, upplýsingafulltrúi
Hreggviður markmaður hoppar og nær boltanum
Halldór Nellett tekur boltann af andstæðingnum
Boltanum sparkað frá íslenska markinu