Leikskólinn Rauðhóll í heimsókn

Fimmtudagur 13. nóvember 2008.

Það var áhugasamur hópur leikskólabarna af leikskólanum Rauðhóli sem heimsótti varðskipið Ægi í vikunni. Börnin skoðuðu varðskipið og voru frædd um það helsta sem fram fer um borð.

Tæki og tól voru skoðuð og sýndu þau öllu mikinn áhuga. Margar skemmtilegar spurningar vöknuðu sem skipverjar svöruðu af bestu getu. Eftir hringferð um skipið var haldið í matsal skipsins þar sem börnin borðuðu nesti áður en haldið var aftur í leikskólann.

Varðskipsmenn voru sammála um að það væri sérstaklega gaman að taka á móti hópum sem eru svo prúðir og áhugasamir. Börnin voru svo kvödd með blöðrum og kærum þökkum fyrir skemmtilega stund.

13.11.2008/HBS

Myndina tók Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Ægi.

Heimsokn_fra_Raudholi