Flugverndaræfing á Reykjavíkurflugvelli

  • Vettvangur

Fimmtudagur 20. nóvember 2008

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í flugverndaræfingu sem fram fór á Reykjavíkurflugvelli. Var æfingin stór í sniðum en æft var eftir viðbragðsáætlun flugvallarins og látið reyna á mörg atriði sem upp geta komið.

Mjög mikilvægt er að æfa samspil hinna ýmsu viðbragðsaðila og hefur undirbúningur staðið yfir í nokkra mánuði. Þeir sem komu að æfingunni eru eru Flugstoðir, Flugfélag Íslands, Ríkislögreglustjóri, Lögregla Höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, Tollstjórinn í Reykjavík, Securitas, Neyðarlínan, Rauði Krossinn og Landhelgisgæslan.

20.11.2008/HBS

Skipulagning
Skipulagsvinna á vettvangi

BIRK_Aefing_thyrla

TF-GNA við æfingar

Taeknifolk

Tæknifólk að störfum