Sjávarfallatöflur og almanak fyrir árið 2009 komið út

  • Sjavarfallaalmanak_2009

27. nóvember 2008

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefur gefið út Sjávarfallatöflur og Sjávarfallalmanak fyrir árið 2009.

Í Sjávarfallatöflum er gefin upp áætluð hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, Ísafirði, Siglufirði og Djúpavogi. Almanakið sýnir með línuriti útreiknaða hækkun og lækkun sjávar í Reykjavík fyrir hvern dag ársins.

Til þess að gera sér hugmynd um sjávarfallabylgjuna á öðrum stöðum við Ísland en í Reykjavík, eru tvö kort neðst á blaði hvers mánaðar. Sýnir annað þeirra mismun flóðtíma umhverfis landið miðað við Reykjavík, en hitt kortið sýnir hlutfallstölu, sem gefur flóðhæðina á þeim stað sem hlutfallstalan á við, sé hún margfölduð með flóðhæð Reykjavíkur.

Sölustaður sjávarfallatöflunnar og almanaksins er:

Áttavitaþjónustan,
Sundaborg 1, Reykjavík
Sími 551- 5475

Sjavarfallatoflur_2009