Villta vestrið við Íslandshrygg

Skipstjórinn á Bresti henti siglingatölvunni í sjóinn þegar skipið var á leið inn til hafnar

  • Brestir_ReginTorkilsson

Fimmtudagur, 27. nóvember

Ákæruvaldið í Færeyjum rannsakar nú mál sem varða tvö færeysk fiskiskip sem grunuð eru um að hafa framið lögbrot í tengslum við fiskveiðar. Í báðum tilfellum hefur ákæruvaldið rökstuddan grun um að skipin hafi veitt ólöglega í íslenskri lögsögu með slökkt á fjareftirlitsbúnaði sem sýnir hvar skipin eru stödd. Í einum túrnum kastaði skipstjórinn á Bresti siglingatölvu skipsins í sjóinn á leið til lands.

Á heimasíðu dagblaðsins Dimmalætting segir að í blaðinu þann 18. Nóvember hafi komið fram að skipin Vesturleiki og Brestir hafi báðir verið teknir af fiskveiðieftirlitinu í Færeyjum og nú hafi borist  upplýsingar um hvaða lögbrot skipstjórarnir verði ákærðir fyrir.

Eins og fyrr segir hefur ákæruvaldið í  báðum tilfellum rökstuddan grun um að skipin hafi veitt ólöglega í íslenskri lögsögu með slökkt á fjareftirlitsbúnaði sem sýnir hvar skipin eru stödd.  Bæði skipstjórinn á Vesturleika og skipstjórinn á Bresti hafa viðurkennt að þeir hafi slökkt og kveikt á fjareftirlitsbúnaðinum. Skipstjórinn á Bresti hefur jafnframt viðurkennt að hafa kastað siglingatölvu Brestis í sjóinn, þegar skipið var á leið til hafnar sunnudaginn 16. nóvember sl.

Skipstjórinn á Bresti var grunaður um ólöglegar fiskveiðar inni í íslenskri lögsögu í janúar 2006 og hefur að öllum líkindum haldið uppteknum hætti:
http://www.skip.is/frettir/nr/7964

Myndina tók Regin Torkilsson

Fréttin í Dimmalætting frá 19. nóvember er á slóðinni;

http://www.dimma.fo/index.asp?t=fa&i=53CE50E3-67C1-48EB-88CD-361AD294A931

27.11.2008/HBS