Aðventuhlaup Björgunarmiðstöðvarinnar í dag

Föstudagur 28. nóvember 2008

Aðventuhlaup Björgunarmiðstöðvarinnar við Skógarhlíð fer í fyrsta skipti fram í dag, föstudaginn 28. nóvember. Hlaupið verður frá Skógarhlíð 14 kl. 12:00 og verða tvær vegalengdir í boði, 7 km (svokallaður flugvallarhringur) og 3,2 km.

Alls eru fjörtíu og fimm starfsmenn búnir að skrá sig en hlaupið hentar öllum, byrjendum jafnt sem lengra komnum og hafa margir ákveðið að ganga þessa vegalengdir.  Skipt er í flokka eftir kyni og aldri þátttakenda. Allir  sem klára hlaupið fá verðlaun við endalínuna og eru veitt gull-, silfur- og bronsverðlaun  fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið í öllum aldurshópum.

Við lok hlaupsins , eftir verðlaunaafhendingu, verða úrdráttarverðlaun þar sem allir þáttakendur eiga mögleika á að vinna. Verðlaunin eru ekki af verri endanum og má þá t.d. nefna glæsilegt Polar úr með púls og vegmæli, fæðubótarefni og fleira.

28.11.2008/HBS