TF-EIR flýgur með tæknifólk í Eldey

  • Eldey_EIR_med_bunad

Föstudagur 19. Desember 2008

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR ferjaði í vikunni tæknifólk út í Eldey til að klára fínstillingu myndavélar sem sett var upp í janúar. Til stóð að fara í verkefnið um sl. helgi en vegna veðurs var ferðinni frestað. Gekk fínstilling vélarinnar ágætlega en meðan verið var við vinnu í eyjunni beið EIR við Reykjanesvirkjun.

Frágangur gekk vel þrátt fyrir éljagang og hvassviðri. Hafa allar festingar staðist þau veður sem gengið hafa yfir eyjuna síðan 20. janúar sl. Enginn fugl var í eyjunni í gær en Eldey er eina eyjan í heiminum þar sem eingöngu er Súla.

Dimm él gengu yfir eyjuna og hafði áhöfn þyrlunnar af því áhyggjur að erfitt yrði að ná mannskapnum tilbaka. Þetta tókst þó allt vel. Ekki er mögulegt að lenda þyrlu í eyjunni heldur var nefhjóli tilt niður til að halda vélinni stöðugri meðan farþegar fóru og komu um borð. Einnig var lítið pláss er á efsta hluta eyjarinnar, þar sem lent var og mikill halli.

Sigurður Harðarson sem var í hópi tæknimanna, ræddi sérstaklega hversu færar þyrluáhafnir LHG eru í starfi sínu, hversu góð samhæfing þeirra er og fagleg vinnubrögð.

Myndir frá eyjunni verða sjáanlegar á netinu strax eftir áramót á heimasíðu Reykjanesbæjar.

19.12.2008/HBS

Myndir tók Sigurður Harðarson.


Eldey_EIR_kemur

Eldey_Bunadur

Eldey_EIR_adkoma

Eldey_EIR_tillir