Nýjar reglugerðir um starfsemi Landhelgisgæslunnar

Föstudagur 2. janúar 2009

Út eru komnar fimm reglugerðir um starfsemi Landhelgisgæslunnar. Voru þær birtar á vef Stjórnartíðinda þann 23. desember sl.  Er þetta er í fyrsta skipti, svo vitað er til, að settar eru reglugerðir með stoð í lögum um Landhelgisgæslu Íslands, ef frá eru taldar reglur um yfirstjórn leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland sem voru settar með hliðsjón af gömlu gæslulögunum frá 1967. 

Með  reglugerð um starfsemi sprengjusérfræðinga, hæfisskilyrði og menntun hefur aðeins Landhelgisgæslan leyfi til að gefa út starfsleyfi til sprengjusérfræðinga sem uppfylla kröfur sem settar eru.  Þar kemur einnig fram hvort viðkomandi hefur heimild til að halda réttindanámskeið í faginu. Hið sama segir í  reglugerð um sjómælingar, sjókortagerð og menntun starfsfólks í faginu og útgáfu starfsréttinda þeirra.

Eru reglugerðirnar eftirfarandi;

Nr. 1169/2008
REGLUGERÐ um einkennisbúninga og merki Landhelgisgæslu Íslands.

  Nr. 1170/2008
REGLUGERÐ um löggæsluskilríki Landhelgisgæslu Íslands.

  Nr. 1171/2008
REGLUGERÐ um starfsemi sprengjusérfræðinga, hæfisskilyrði og menntun.

  Nr. 1172/2008
REGLUGERÐ um lit og einkenni farartækja Landhelgisgæslu Íslands.

Nr. 1173/2008  
REGLUGERÐ um sjómælingar og sjókortagerð Landhelgisgæslu Íslands og menntun sjókortagerðarfólks.

020109/HBS