Sjómaður sóttur með TF-GNÁ

Þriðjudagur 13. janúar 2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, sótti í kvöld veikan sjómann um borð í íslenskt fiskiskip sem statt var um 50 sml norður af Horni.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði út þyrluáhöfn kl. 16:53 eftir að læknir í áhöfn TF-GNÁ hafði fengið upplýsingar um líðan skipverjans. Fór þyrlan í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 18:00.

Sigldi báturinn til móts við þyrluna og gekk aðgerðin vel. Aðstæður á svæðinu voru ágætar, vindhraði um 13 m/sek og ölduhæð 2-3 metrar. Var skipverjinn kominn um borð í þyrluna kl. 20:41.

TF-GNA lenti með skipverjann á Reykjavíkurflugvelli kl. 22:11 þar sem sjúkrabifreið tók á móti honum.

Myndina tók Guðmundur St. Valdimarsson.

13.01.2009/HBS