Neyðarsendir settur í gang í Reykjavík

  • TF-EIR

Fimmtudagur 5. Febrúar 2009

Stjórnstöð og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa frá í morgun reynt að staðsetja neyðarsendi sem hóf að senda merki upp úr klukkan 1100 í morgun en flugvélar í yfirflugi tilkynntu merkin til Flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík.

Svo virðist sem neyðarsendir hafi verið settur í gang innanbæjar í Reykjavík og er því erfitt að finna nákvæma staðsetningu hans en nauðsynlegt er að gera ráðstafanir til að slökkva á honum því merki hans trufla almennt flug.

Þyrla Landhelgisgæslunnar vinnur nú að því að finna staðsetninguna og því má fólk verða vart við hana á flugi yfir borginni.

05.02.2009