Danska varðskipið Ejnar Mikkelsen í Reykjavíkurhöfn

  • EjnarMikk

Þriðjudagur 3. mars 2009

Danska varðskipið EJNAR MIKKELSEN P 571 kom til Reykjavíkur sl. laugardag en skipið er systurskip varðskipsins KNUD RASMUSSEN P 570 sem heimsótti LHG í september sl.  og var þá opið almenningi. Skipin eru nýjustu skip danska flotans og  sérstaklega ætluð til siglinga á hafísslóðum.  

Skrokkur og yfirbygging skipanna voru smíðuð í Póllandi en gengið var frá innréttingum og tækjabúnaði í Danmörku. Skipin eru ætluð til eftirlits- og björgunarstarfa á hafinu umhverfis Grænland og sérútbúin sem slík. Munu þau leysa af hólmi skip sem þjónað hafa á þeim slóðum síðastliðin fjörutíu ár.  Um borð er 12 m langt björgunarskip sem sjósett er úr skutrennu skipsins (SAR vessel). Var björgunarskipið SAR 2 prófað í Reykjavíkurhöfn í dag.

Varðskipið er 71,8 metrar að lengd og breidd þess er 14,6 m. Í áhöfn skipsins eru að jafnaði 18 manns en aðstaða er fyrir 43 um borð. Sjá nánar

Myndir Jón Páll Ásgeirsson og http://www.marinesider.dk/4729710

030309/HBS

EjnarMikk_sar1

EjnarMikk_SAR2

EjnarMikk_SAR3