Eftirlitsflug TF-SYN um syðri hluta IEEZ

  • Kort_syn040309

Miðvikudagur 4. mars 2009

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN fór í eftirlitsflug um syðri hluta efnahagslögsögunar í dag. Flogið var yfir skip á gulldepluveiðum og kallað var í
Hoffell SU-80. Aðspurður sagði hann aflabrögð dræm en hálfgerð bræla væri búin að vera á slóðinni og er torfan ennþá á suðurleið en skipin eru um 167 sjómílur SSV af Vestmannaeyjum. Þeir landa í bræðslu í Vestmannaeyjum.

Stýrimenn TF-SYN kölluðu kl. 1435 í flutningaskipið MONTREAL EXPRESS K/M MAGH5 sem er 294 metrar að lengd. Ekki var að sjá marga gáma á dekki hjá honum. Var skipið statt um 199 sjómílur suður af Vestmannaeyjum. Honum var tilkynnt um nauðsyn þess að tilkynna sig til stjórnstöðvar LHG við komu inn í íslensku efnahagslögsöguna (IEEZ). Hann þekkti ekki þær reglur, sagði ekki vera VHF samband svo langt úti í hafi. Hann fékk gefið upp netfang hjá stjórnsstöð LHG og sagt að tilkynna sig, þar fengi hann einnig aðstoð með Transit report sem hann fyllir út og sendir tilbaka. Skipið er á leiðinni frá Hamborg til Montreal. Ástæða þess að hann var kominn inn í IEEZ var að veðurspáin er stormur og stórsjór fyrir sunnan 59N.

Einnig var haft samband við stjórnstöð LHG vegna skips sem var staðsett um 195 sjómílur SA af Vestmannaeyjum. Flett var upp MMSI númeri og kom þá í ljós að um var að ræða HS TOSCA sem er 62000 tonna olíuskip. Haft var samband við skipið og áhöfn beðin um að senda tafarlaust transit report.

Mynd: Áhöfn TF-LIF.

040309/HBS

SYN_15_juni_2005