Stjórnstöð LHG hélt Mjófirðingum í sambandi við umheiminn

  • Vaktstod_siglinga13110070001

Föstudagur 6. mars 2009

Á fimmtudagsmorgun urðu Mjófirðingar símsambandslausir þegar kom upp bilun í örbylgjukerfi Mílu á Austurlandi. Stjórnstöð LHG varð tengiliður Mjófirðinga við umheiminn þegar þeir báðu um að halda sambandi með talstöð sem staðsett er í báti á Mjóafirði. Talviðskiptin fóru fram í gegn um loftskeytastöðina (VHF R26 Goðatindur) á meðan þetta ástand varði. Erfitt var að komast til viðgerðar vegna óveðurs á svæðinu. Stóð bilunin yfir frá kl. 9:30 fram á kvöld. Þetta er skýrt dæmi um að nauðsynlegt er að hafa „back-up“ kerfi sem hægt er að grípa til þegar nýrri kerfi detta út af einhverjum sökum.

Myndina tók Sigríður Ragna Sverrisdóttir

060309/HBS