Tundurdufli eytt austan við Þorlákshöfn
12. mars 2009
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eyddi í gær bresku tundurdufli sem fannst sokkið í sand austan við Þorlákshöfn. Lögreglan á Selfossi tilkynnti duflið til stjórnstöðvar LHG á sunnudagskvöld. Eftir myndum að dæma var talið nokkuð öruggt að duflið væri tómt. Við nánari athugun kom í ljós að enn voru leifar af sprengiefni í duflinu og var það grafið upp og því eytt.
Samkvæmt upplýsingum frá sprengjusérfræðingum LHG voru dufl oft á tíðum opnuð eftir seinni heimstyrjöldina og hleðslan brennd. Gætu þetta verið leifar eftir það en einhverra hluta vegna ekki allt brunnið, í svona dufli geta verið rúmlega 200 kg af sprengiefni.
Myndir sprengjudeild LHG og lögreglan á Selfossi.
Mynd 1 barst frá lögreglu
Mynd 2 og 3 Duflið komið upp úr sandinum
3 eftir að það náðist upp úr sandinum.
12.03.09/HBS