Dómsmálaráðherra hífð upp í þyrlu LHG

  • EIR

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir kynnti sér í dag starfsemi Landhelgisgæslunnar ásamt Þorsteini Geirssyni ráðuneytisstjóra, Skúla Þór Gunnsteinssyni lögfræðingi, Jóni Magnússyni skrifstofustjóra auk Elísabetar Jónasdóttur upplýsingafulltrúa.

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgigæslunnar tók á móti hópnum í anddyri Björgunarmiðstöðvarinnar ásamt starfsfólki. Hófst heimsóknin í stjórnstöð LHG, var þvínæst kynning í sprengjudeild og sjómælingum. Snæddur var hádegisverður í varðskipi Landhelgisgæslunnar. Að loknum hádegisverði fór hópurinn í springerbát sem flutti þau að æfingu sem stóð yfir með þyrlu LHG TF-EIR og Slysavarnarskóla sjómanna. Gerðist dómsmálaráðherra og fylgdarlið sjálfboðaliðar í æfingunni og voru hífð um borð í þyrluna sem síðan flutti þau á Reykjavíkurflugvöll en það lauk heimsókninni með kynningu á starfsemi flugdeildar LHG.

13032009/HBS

RagnaDomsm_thyrla

Rétt eftir lendingu á Reykjavíkurflugvelli

DomsmradhThyrluskyliAegir

Um borð í varðskipi Landhelgisgæslunnar

DomsmradhMottakaandyri

Mótttaka í anddyri Björgunarmiðstöðvarinnar

DomsmradhSprengjud3

Kynning í Sprengjudeild

DomsmradhSjomaelingar

Kynning í Sjómælingum