Sameiginleg björgunaræfing Íslendinga og Dana

  • TYRslokkvibun

Tvískipt björgunaræfing áhafna varðskips Landhelgisgæslunnar og danska varðskipsins Hvidbjörnen fór fram í vikunni. Fyrri hluti æfingarinnar fólst í að eldur að kom upp í varðskipi LHG og leituðu reykkafarar danska varðskipsins um borð og fundu fjóra „slasaða“ sem voru undirbúnir fyrir flutning frá skipinu.

Seinni hluti æfingarinnar fólst í að leki kom upp í danska varðskipinu, fór íslenskir varðskipsmenn um borð með dælur og annan björgunarbúnað. Gengu báðar æfingarnar vel og eru æfingar sem þessar bráðnauðsynlegur þáttur í þjálfun áhafna íslenskra og danskra varðskipa, að æfa samvinnu við þær aðstæður sem geta skapast á vettvangi.

TYRplanning

TYRplanning1

TYRslokkvibun2