Þyrla LHG tekur þátt í leit að Aldísi Westergren

Reykjavík 21. mars 2009

Þyrla LHG mun aðstoða við leit að Aldísi Westergren, 37 ára konu sem ekkert hefur spurst til síðan 24. febrúar sl. Hún sást síðast við heimili sitt í Gvendargeisla í Grafarholti í Reykjavík.

Leitað verður á svæðinu í kring um heimili Aldísar, Reynisvatn og Langavatn.

21.03.2009