Þyrla Landhelgisgæslunnar finnur Aldísi Westergren

  • TF-EIR

Laugardagur 21. mars 2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR fann Aldísi Westergren í Langavatni, rétt fyrir ofan Grafarvog fyrir hádegi í morgun. Lögreglan í Reykjavík óskaði eftir aðstoð þyrlunnar en einnig tóku þátt í leitinni Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Þyrlan fór í loftið kl. 09:51 í morgun og hóf leitina við Reynisvatn. Færði þyrlan sig að því loknu að Langavatni þar sem Aldís fannst fljótlega og var svæðisstjórn samstundis gert viðvart. Lenti þyrlan á staðnum og leiðbeindi áhöfn þyrlunnar köfurum frá björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík með staðsetningu.

21.03.09/HBS