Skipherra Gorch Fock heimsækir Landhelgisgæsluna

  • GF-visit2_ICG

Fimmtudagur 26. mars 2009

Skólaskipið Gorch Fock lagði að Miðbakka kl. 10:00 í morgun. Liður í heimsókn skipsins er að heilsa upp á stofnanir, s.s. hafnar- og borgarstjóra, lögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og Varnarmálastofnun.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti gestunum um hádegisbil og átti með þeim stuttan fund áður en haldið var til hádegisverðar um borð í skipið. Fékk Landhelgisgæslan að gjöf skjöld með merki Gorch Fock og fengu gestirnir hliðstæða gjöf frá Landhelgisgæslu Íslands.  

Gorch Fock verður við bryggju fram á mánudag en um helgina verður skipið opið almenningi kl. 14-17. Einnig verður fótboltaleikur milli Landhelgisgæslunnar og áhafnar skipsins, sem einnig fær frjálsan tíma til skoðunarferða.

260309/HBS

Myndirnar tók Svanhildur Sverrisdóttir

GF_visitICG1

Georg heilsar Norbert Schatz skipherra á Gorch Fock

GF_vist_ICG

Gylfi Geirsson, Georg Kr. Lárusson, Ásgrímur L. Ásgrímsson og
Henning Þ. Aðalmundarson ásamt gestunum.

GF-visit_ICG3

Skipherra útskýrir nánar gjöf Gorch Foch til Landhelgisgæslu Íslands