Þyrla LHG flytur slasaða á sjúkrahús eftir björgun SL í Skessuhorni

Laugardagur 28. mars 2009

Björgunarsveitarfólk Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fluttu konu sem slasaðist í Skessuhorni á börum niður þverhníft bjarg að snjóbíl sem síðan flutti hana að stað þar sem hægt var að síga niður og flytja um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNA. Klukkan 21:54 í kvöld var hin slasaða komin um borð í þyrluna og var þá haldið á Borgarspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 22:09.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag vegna konu sem slasaðist við fjallagöngu í Skessuhorni. Fór þyrlan í loftið um hálftíma síðar með undanfara Slysavarnarfélagsins Landsbjargar af höfuðborgarsvæðinu. Mjög slæmar aðstæður voru á staðnum og vegna þoku komst þyrlan ekki að slysstað. Beið hún átekta en undanfarar ásamt björgunarsveitum á Vesturlandi fóru gangandi á slysstaðinn.

280309/HBS