Þyrlur Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu
Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru í dag settar í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um reyk í flugstjórnarklefa erlendrar farþegaþotu yfir Atlantshafi. Á þriðja hundrað manns voru um borð.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning frá Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík klukkan 13:55 um að farþegaflugvél í yfirflugi yfir Atlantshafi hafi verið snúið til Keflavíkurflugvallar þar sem flugmenn þotunnar hafi tilkynnt um reyk í flugstjórnarklefa. Neyðarástandi hafi ekki verið lýst yfir en vélin átti eftir um klukkutíma flug til Keflavíkur.
Áhafnir á tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og settar í viðbragðstöðu á Reykjavíkurflugvelli.
Klukkan 14:12 kom sú tilkynning frá Flugstjórnarmiðstöðinni að flugstjóri vélarinnar tilkynnti að ástandið væri stöðugt um borð.
Klukkan 14:34 tilkynnti Flugstjórnarmiðstöðin stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að allt virtist eðlilegt um borð í vélinni og að flugstjóri hennar reiknaði með eðlilegri lending í Keflavík. Var þá viðbúnaður áhafna þyrlna Landhelgisgæslunnar afturkallaður.