Þyrla Landhelgisgæslunnar við umferðareftirlit um páskana
12. apríl 2009
Lögreglan á Hvolsvelli var með eftirlit á hálendinu um páskahelgina í samvinnu við Landhelgisgæsluna og var TF-EIR þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við eftirlitið. Meðal annars var flogið um Emstrur, Landmannalaugar og yfir Eyjafjallajökul en þar voru margir á ferð eða um 30-40 jeppar.
Var þyrlunni lent á nokkrum stöðum og ökumenn jeppa, snjósleða og annarra farartækja á hálendinu látnir gefa öndunarpróf og var enginn undir áhrifum áfengis.
Að sögn lögreglunnar lýstu allir þeir, sem lögreglumenn ræddu við, yfir ánægju sinni með þetta eftirlit, sögðu þetta þarft verkefni og ber öllum saman um að umferðareftirlit með þyrlum hefur gífurlegt forvarnargildi og er fyrirbyggjandi.
120409/HBS
Þyrla LHG, TF-GNÁ notuð við umferðareftirlit sumarið 2008
Mynd Anna María Sigurjónsdóttir