Afli 60% undir mörkum - skyndilokun sett í kjölfarið

  • Týr - myndir apríl 2007

Fimmtudagur 16. apríl 2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar hafa að undanförnu verið við eftirlit m.a. á Vestfjarðamiðum. Farið var um borð í fiskiskip og afli þeirra mældur. Kom þar í ljós að afli var um 60% undir mörkum og var því í kjölfarið sett skyndilokun. Auk þess var komið að fiskiskipi staðsettu inni í skyndilokunarhólfi og var skipstjóri áminntur harðlega fyrir verknaðinn.

Einnig kom varðskip að línubáti þar sem skipstjóri var sá eini um borð með réttindi. Honum var bent á að þar sem enginn stýrimaður væri um borð sé honum ekki leyfilegt að vera lengur á sjó en 14 klst. Ætlaði hann því aftur til hafnar eftir að hafa dregið línuna.

160409/HBS

Faxagardur

Bæði varðskipin á sjó.