TF-LÍF æfir notkun slökkviskjólu

  • bambi_bucket_5

Föstudagur 17. apríl 2009

Á fimmtudag fór fram æfing áhafnar TF-LÍF í notkun Bambi Bucket búnaðar (slökkviskjólu). Gekk æfingin vel og mun búnaðurinn mun nýtast sem mikilvægt verkfæri við að ráða niðurlögum elda á svæðum sem farartæki slökkviliðsins geta ekki af einhverjum ástæðum nálgast, má þar nefna sumarbústaðasvæði og sinuelda.

Fór æfingin fram við Kleifarvatn. Um var að ræða fyrstu æfingu með búnaðinn, en hann var jafnframt kynntur fulltrúum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Bambi Bucket búnaðurinn er í raun slökkvifata eða skjóla sem hengd er neðan í þyrluna, henni er dýft í vatn og þannig fyllt, skjólan er síðan tæmd með því að rafknúinn loki í botni hennar er opnaður og  vatnið streymir út. Hámarksburðargeta skjólunnar er um 2100 kg  en hægt er að minnka og auka vatnsmagnið í fjórum þrepum frá tæplega 1500 kg upp í fyrrnefnd 2100 kg.

Næsta æfing er áætluð um helgina í samvinnu við slökkviliðin í Borgarbyggð.  

170409/HBS

 bambi_bucket1

Æfingin undirbúin

bambi_bucket_2

bambi_bucket_3

bambi_bucket_4


bambi_bucket_192