Varðskip stöðvar för seglskútu
Reykjavík, 19. apríl 2009
Varðskipið TÝR stöðvaði kl. 22:35 í kvöld för seglskútu djúpt út af SA-landi vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot .
Sérsveitarmenn fóru frá varðskipinu um borð í skútuna og handtóku þrjá menn sem voru að því loknu færðir um borð í varðskipið. Varðskipið mun færa skútuna til hafnar á Íslandi.
Um er að ræða sameiginlega aðgerð Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Eskifirði og Sérsveitar Ríkislögreglustjóra sem hófst með handtöku þriggja manna á Austurlandi í gærkvöld.