Seglskútan siglir undir stjórn varðskipsmanna

Mánudagur 20. Apríl kl. 22:00

TF-SYN flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í dag yfir varðskipið TÝ og skútuna sem í gærkvöldi var stöðvuð af varðskipinu út af SA-landi. Komið var að TÝ og skútunni á stað 63.59.7N - 12.15.8V

Skútan siglir á eigin vélarafli undir stjórn stýrimanna og háseta Landhelgisgæslunnar en um borð er einnig Hollendingur sem handtekinn var og er hann í vörslu sérsveitarmanns. Slæmt veður var í dag á svæðinu en lægði þegar leið á daginn og var þá hægt að auka ferðina. Áætlað er að komið verði til hafnar á Eskifirði kl. 8 í fyrramálið.

Meðfylgjandi myndir tók áhöfn TF-SYN.

skuta_vardskip1

skuta_vardskip2