Skemmtibátur strandar á Geirsnefi

Föstudagur 8. maí 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gær kl. 14:06 kall á rás 16 frá skemmtibát sem strandaður var á Geirsnefi. Beiðni kom um aðstoð við að vera dregnir á flot en fjórir menn voru um borð í bátnum.

Skömmu síðar kom tilkynning um að stjórnandi bátsins hefði strokið frá borði. Hafði þá stjórnstöð samband við Neyðarlínu og Fjarskiptamiðstöð lögregunnar sem sendi lögreglu á staðinn. Voru mennirnir handteknir og fluttir til yfirheyrslu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þeir grunaðir um ölvun.  Engan sakaði við strandið en báturinn skemmdist talsvert við strandið.  

080509/HBS