Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar vinnur að sprengjueyðingu á fyrrum svæði varnarliðsins

  • EOD_Technician_on_task

Fimmtudagur 14. maí 2009

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar tók á síðastliðnu ári að sér umfangsmikið hreinsunarverkefni fyrir Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, á svæði sem varnarliðið notaði til æfinga allt frá seinni heimstyrjöldinni til brotthvarfs þeirra árið 2006.

Svæðið er í daglegu tali kallað Patterson svæðið en það er um 12 ferkílómetrar að stærð eða 5,6 kílómetrar að lengd og 2 kílómetra breitt. Gamli flugvöllurinn, Patterson field var byggður á tímabilinu 1941-1942 en eftir að endurtekin slys urðu á flugvellinum var ákveðið að færa hann til þess staðar þar sem hann nú er. Bandaríski landherinn var með ýmiss konar æfingaaðstöðu á Patterson svæðinu fram til ársins 1960 og er margra ára starf framundan við hreinsun þess.

Sem dæmi má nefna að árið 2005 fór sprengjusveit LHG á svæðið  til athugunar og fundu þeir 650 sprengjur á um 250 m2 svæði sem geysimikið magn á tiltölulega litlu svæði. Margar af þeim sprengjum sem finnast eru enn virkar og því stórhættulegt fyrir almenning að  vera inni á svæðinu.

Sem fyrr segir var samningur undirritaður við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar á síðastliðnu ári en áætlað er að verkinu ljúki árið 2013.

140509/HBS

EOD_Patterson_svaedi

Patterson svæðið, fyrrum byggingar varnarliðsins sjást efst í vinstra horni