Bátur sekkur við Stapann á Suðurnesjum - TF-LÍF kölluð út

  • TF-LIF-140604_venus

Laugardagur 16. maí 2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var í morgun kölluð út þegar tveir menn lentu í sjónum utan við Stapann á Suðurnesjum. Voru þeir um borð í fjögurra metra plastbát með utanborðsmótor og fengu öldu aftan á bátinn svo hann sökk að aftan þegar þeir voru um 500 metra frá landi.

Beiðni um aðstoð þyrlunnar barst frá Neyðarlínunni kl. 10:56 og fór þyrlan í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 11:27. Þegar komið var á slysstað var verið að bjarga mönnunum, sem voru í flotgöllum, um borð í björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Njörð Gunnarsson. Siglt var með mennina til hafnar í Njarðvík þar sem sjúkrabíll beið og ók með þá á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til athugunar.

160509/HBS