Flugumsjónarnámskeið fyrir varðstjóra stjórnstöðvar

22. maí 2009

Varðstjórar í Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sátu í vikunni námskeið í flugumsjón sem haldið var af hjá Þórarni Inga Ingasyni flugstjóra.
Tilgangur námskeiðsins var meðal annars að auka þekkingu starfsmanna stjórnstöðvar LHG á kröfum flugdeildar LHG, sem fram koma í flugrekstrarhandbók flugdeildarinnar. Þar má nefna skyldur stjórnstöðvar í neyðartilfellum, grunnþekking í veðurfræði, lágmarkskröfur til æfinga á þyrlum, ferilvöktun á þyrlum í flugi, gerð á flugplani, umræða um verklög sem unnið er eftir í hinum ýmsu tilfellum, og almennur undirbúningur fyrir starfsmenn stjórnstöðvarinnar til að takast á við þau fjölbreytilegu tilfelli sem geta skapast við undirbúning útkalla sem og í útköllunum sjálfum.

Námskeið þetta er mjög mikilvægt til að undirbúa starfsmenn stjórnstöðvar á sem bestan hátt í að greiða úr öllum þeim aðstæðum sem geta skapast í stjórnstöðinni þegar til útkalls kemur.  Stjórnstöð LHG er mikilvægur stuðningur við þyrluáhöfn þegar á flugi stendur og því mikilvægt að þeir starfsmenn hennar hafi sem víðtækasta þekkingu á öllu sem kemur til þegar þyrluáhöfn er að sinna störfum, oft á tíðum við erfiðar aðstæður.

StjstodNamskeid

Frá námskeiðinu.

Mynd Hrafnhildur Brynja, upplýsingafulltrúi LHG

220509/HBS