Mikilvægi sameiginlegra æfinga Íslendinga og Dana

Föstudagur 22. maí 2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar var nýverið við æfingar með danska varðskipinu Knud Rasmussen austur af Nolsoy í Færeyjum. Landhelgisgæslan og danski sjóherinn hafa á síðustu árum átt náið samstarf á ýmsum sviðum, þ.á.m. við þjálfun áhafna. Varðskipið Knud Rasmussen er nýlegt skip, tekið í notkun árið 2008, er nú unnið að því að gera áhöfn varðskipsins virkari í aðstoð við skip á hafi úti og fólst æfingin að þessu sinni í björgun úr eldsvoða um borð í skipi (íslenska varðskipið í þessu tilfelli) þar sem skipverjar voru týndir og slasaðir. Var skipið að björgun lokinni tekið í tog.

Knud_Ras1_aefing

Áhöfn danska varðskipsins kemur "til bjargar"

Þegar danska varðskipið kom á vettvang fór áhöfn þess samstundis um borð í springer bát með reykköfunar- og slökkvibúnað. Farið var um borð í varðskipið þar sem við tók reykköfun og leit týndum skipverjum. Var síðan gert að sárum skipverja sem „slasaðist“ og hann undirbúinn fyrir flutning. Þegar komin var stjórn á aðstæður um borð var línu skotið yfir í skipið og það tekið í tog.

Knud_Ras3_aefing

Klárir fyrir reykköfun

Að sögn skipherra varðskips Landhelgisgæslunnar gekk æfingin mjög vel og nauðsynlegt er að æfa, þegar tækifæri gefast, samhæfingu og viðbrögð við slysum og óhöppum á hafi úti. Báðir aðilar draga mikinn lærdóm af æfingum sem þessum og sýna þær skýrt hve mikilvægt er fyrir Íslendinga og Dani að vinna saman að þjálfunarmálum varðskipsáhafna á Norður Atlantshafi.  

Myndirnar tóku Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður, Linda Ólafsdóttir, háseti og Rafn S. Sigurðsson, háseti.

 

Knud_Ras4_aefin

"Slasaður" skipverji aðstoðaður

Knud_Ras5_aefing

Slasaður undirbúinn fyrir flutning

Knud_Ras2_aefing

Bátsmaður og háseti ræða við áhöfn Knut Rasmusen

Knud_Ras7_aefing

Knut Rasmusen séð frá íslenska varðskipinu

Knud_Ras8_aefing

Unnið að því að koma taug á milli skipanna

Knud_Ras9_aefing

Taugin komin yfir í íslenska varðskipið

Knud_Ras10_aefing

Skipið tekið í tog

Knud_Ras11_aefing

Taugin komin yfir....

220509/HBS