Ártúnsskóli heimsækir varðskip Landhelgisgæslunnar
27. maí 2009
Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í vikunni heimsókn fróðleiksfúsra barna úr 6- LB í Ártúnsskóla sem voru í fylgd kennara sinna Lindu Bjarkar og Birnu. Var hópurinn mjög áhugasamur og fékk brytinn Jón Kr. Friðgeirsson fjöldamargar spurningar í skoðunarferð þeirra um skipið.
Mikil saga fylgir varðskipum Landhelgisgæslunnar. Varðskipið Ægir var smíðað árið 1968 og Týr árið 1975. Skipin eru systurskip, bæði 927 brúttórúmlestir og ná 19 sjómílna hraða á klukkustund. Talsverðar breytingar voru gerðar á skipunum og þau endurbyggð í Póllandi árin 1997 og 2001.
Hópurinn á þyrlupallinum
Margt spennandi að skoða í brúnni.....
Gott að fá hressingu í messanum að lokinni skoðunarferð um varðskipið
270509/HBS