Þyrluútkall í farþegaskipið FUNCHAL

Mánudagur 1. júní 2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var kölluð út kl. 02:35 í nótt þegar portúgalska farþegaskipið FUNCHAL hafði samband við Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskaði eftir að 67 ára gömul veik kona yrði sótt um borð í skipið. Að mati þyrlulæknis var talið nauðsynlegt að sækja konuna.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór frá Reykjavik kl. 04:06 og var komin að skipinu kl. 05:25 á stað 62°47,8’N 017°26,3’V, eða um 85 sjómílur SA af Vestmannaeyjum. Þyrlulæknir seig niður ásamt stýrimanni og undirbjuggu þeir sjúkling fyrir hífingu. Var hífingu var lokið Kl. 06:15 og hélt þá TF-LIF til Reykjavikur þar sem hún lenti við Borgarspítalann kl. 07:25.

Farþegaskipið FUNCHAL er tæplega 10 þúsund tonn og var á leið frá Íslandi eftir heimsókn til Reykjavíkur og Ísafjarðar.

Gná sjúkraflug í skemmtiferðaskipið Saga Rose 170807

Myndin sýnir TF-GNA við skemmtiferðaskipið Saga Rose árið 2007
Myndir tóku stýrimenn í flugdeild Landhelgisgæslunnar.

010609/HBS