TF-LÍF sækir veikan sjómann um borð í togarann Polar Nanoq

Miðvikudagur 3. júní 2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var kölluð út kl. 22:50 í gærkvöldi eftir að grænlenski togarinn Polar Nanoq hafði samband við Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskaði eftir aðstoð þyrlunnar. Um borð væri 48 ára færeyskur maður, grunur lék á að hann væri með innvortis blæðingar. Þyrlulæknir ræddi við skipstjóra og talið var nauðsynlegt að sækja manninn. Polar Nanoq snéri samstundis við á hélt á fullri ferð til móts við þyrluna en togarinn var staðsettur um 188 sjómílur SV af Reykjanesi. Var togarinn á siglingu til Grænlands eftir að hafa landað á Íslandi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór frá Reykjavik kl. 00:30 og var komin að skipinu kl. 02:15. Þyrlulæknir seig um borð ásamt stýrimanni og undirbjuggu þeir sjúkling fyrir hífingu. Var hífingu lokið Kl. 02:28 og hélt þá TF-LÍF til Reykjavikurflugvallar þar sem sjúkrabifreið tók við sjúklingnum kl. 04:00 í nótt.

Togarinn Polar Nanoq var smíðaður í Rússlandi árið 2001 og er 1150 tonn 65m langur og 15m breiður.

Gasflutningaskip_TF_LIF_13022008

Úr myndasafni. Sjúkraflug TF- LÍF um borð Í flutningaskip

030609/HBS