Sjómannadagshelgi Ægis á Flateyri

  • Sjómannadagshelgi á Flateyri 2009 - 4

Föstudaginn 5. júní lagðist varðskipið Ægir að bryggju á Flateyri til að taka þátt í hátíðarhöldum helgarinnar. Strax um kvöldið æfði áhöfnin fyrir róðrakeppnina og var það eina æfingin sem tekin var.

Sjómannadagshelgi á Flateyri 2009 - 3
TF-LÍF sýnir björgun úr sjó. Mynd: Gunnar Örn Arnarson

Á laugardeginum var farið í skemmtisiglingu með Flateyringa og nærsveitamenn, alls komu um 150 manns með og var almenn ánægja með þessa siglingu. Um kvöldið var skipherranum, yfirstýrimanni, 2. stýrimanni, yfirvélstjóra og 1. vélstjóra boðið í mat hjá Eyrarodda og sjómannadagsráði og var það mikil og góð veisla.

Sjómannadagshelgi á Flateyri 2009 - 1
Mannhafið á bryggjunni við setningu hátíðarhaldanna. Mynd:Guðmundur St. Valdimarsson

Á sjálfan Sjómannadaginn tók áhöfn varðskipsins virkan þátt í hátíðarhöldunum, m.a. með ritningarlestri í hátíðarmessu, þátttöku í kappróðri, reipitogi í karlaflokki og kvennaflokki (Linda háseti keppti með kvennaliði Flateyrar) og sigruðu varðskipsmenn og konur í báðum flokkum. Einnig tók áhöfnin þátt í flekahlaupi og koddaslag. Varðskipsmenn/kona unnu í róðrakeppninni og reipitogi.

Sjómannadagshelgi á Flateyri 2009 - 2
Kappróður á milli róðrarsveitar Ægis og heimamanna. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Góður rómur var gerður að aðkomu varðskipsmanna meðal bæjarbúa og var áhöfn Ægis hæst ánægð með hátíðarhöld helgarinnar og kunna Flateyringum góðar þakkir.

Sjómannadagshelgi á Flateyri 2009 - 4
Sigurlið Ægismanna í róðrakeppninni, f.v. Einar Hansen, Hilmar Sigurðsson, Snorre Greil, Sævar M. Magnússon, Rafn Sigurðsson, Birkir Pétursson, Andri Már Johnsen. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson.Kveðja,
Áhöfn varðskipsins Ægis