Franski sendiherrann og varnarmálafulltrúi Frakka heimsækja Landhelgisgæslu Íslands

Miðvikudagur 10. júní 2009

Franski sendiherrann Fr. Caroline Dumas og varnarmálafulltrúa Frakka fyrir Ísland, Hr. Patrick Giraud-Charreyron komu í heimsókn til Landhelgisgæslu Íslands í morgun.
Frú Caroline Dumas afhenti forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum í lok maí mánaðar.

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti gestunum ásamt Ásgrími L. Ásgrímssyni yfirmanni stjórnstöðvar/vaktstöðvar siglinga og Gylfa Geirssyni forstöðumanni fjarskiptaþróunar. Kynnt var starfsemi Landhelgisgæslunnar, hlutverk og sá búnaður sem Landhelgisgæslan hefur til að sinna hlutverki sínu. Heimsótt var sprengjusveitin, sjómælingasvið og flugdeild Landhelgisgæslunnar þar sem spjallað var við starfsmenn og fengnar nánari upplýsingar um verkefni þeirra.

100609/HBS

Frakkl_sendih_varnarm

Marion Herrera, þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni (LHG), Hr. Patrick Giraud-Charreyron, varnarmálafulltrúi, Fr. Caroline Dumas, sendiherra Frakklands, Gylfi Geirsson, forstöðumaður Fjarskiptaþróunar LHG, Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG og Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður sprengjusveitar LHG.

Frakkl_sendih_varnarm2

Marvin Ingólfsson sprengjusérfræðingur útskýrir vélmenni sprengjusveitarinnar.

Frakkl_sendih_varnarm3

Níels Bjarki Finsen, verkefnisstjóri hjá sjómælingasviði segir frá útgáfum þeirra