Útkall þegar skútu steytti á skeri á Breiðafirði

14. júní 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun kl. 10:46 beiðni um aðstoð frá seglskútunni Renus/1724 á rás 16. Hafði seglskútan þá skeytt á á skeri og sett neyðarbauju í gang. Ekki kom strax fram hvar báturinn var, en hann sagðist ætla til Stykkishólms. Neyðarskeyti tóku að berast stjórnstöð í gegn um Cospar Sarsat kerfið. Reyndist báturinn vera milli Norðureyjar og Kjóeyjar, um 7 sjómílur NA af Stykkishólmi. Kallaðar voru út allar björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, einnig var kallað til báta á svæðinu.

Kl.11:00 kallaði Renus aftur og sagði að annar bátur væri kominn með þá í tog og ætlaði að draga þá til Stykkishólms. Tuttugu mínútum síðar voru tveir aðrir bátar, Hólmarinn og Axel Sveinsson komnir að bátunum og tók þá Axel Sveinsson Renus í tog og heldur með hann til Stykkishólms.

TF-GNA

140609/HBS