Heimsóknir í varðskip Landhelgisgæslunnar
Þriðjudagur 16. júní 2009
Mikið er um að leikskólar og tómstundanámskeið heimsæki Landhelgisgæsluna á þessum árstíma og fengu varðskipið Týr og flugdeildin fjórar heimsóknir nýverið frá Leikskólanum Seljakoti, Leikskólanum Stakkaborg, Leikskólanum Laufskálum og Tómstundaheimilinu Frostaskjóli. Hefur starfsfólk Landhelgisgæslunnar afskaplega gaman að þessum heimsóknum og gaman er heyra og svara spurningum yngri kynslóðarinnar.
Þau sem eldri eru velta fyrir sér togvíraklippunum og hvernig þær voru notaðar, einnig vekja þyrlurnar, fallbyssurnar, blikkljósin og önnur tæki og tól sem Landhelgisgæslan notar við störf sín óskerta athygli barnanna.
Nokkuð er um að skólar vinni verkefni eftir heimsóknir til Landhelgisgæslunnar og fengum við nýverið tvær myndir sem krakkar út 4. bekk Háteigsskóla unnu eftir heimsókn í vetur. Önnur myndin sýndi varðskipin og hin flugdeildina. Þökkum við innilega fyrir þær og gaman að sjá túlkun þeirra á störfum okkar.
Kærar þakkir fyrir komuna krakkar!
Leikskólinn Stakkaborg. Mynd Hrafnhildur Brynja.
Leikskólinn Seljakot. Mynd Jón Kr. Friðgeirsson
Leikskólinn Laufskálar. Mynd Jón Kr. Friðgeirsson.
Frístundaheimilið Frostaskjól. Mynd Jón Kr. Friðgeirsson.